VETRARKORT Í BLÁA LÓNIÐ

Vetrarkort Bláa Lónsins veitir aðgang að Bláa Lóninu frá 1. október til 1. maí.

Einstaklingskort:
Kortið gildir einungis fyrir þann einstakling sem skráður er á kortið, og auk þess tvö börn korthafa, 2-15 ára, í fylgd með honum.

Fjölskyldukort:
Kortið gildir einungis fyrir þá einstaklinga sem skráðir eru á kortið og því þarf að skrá tvo fullorðna einstaklinga. Að hámarki geta tveir einstaklingar og fjögur börn þeirra á aldrinum 2-15 ára, í fylgd með foreldrunum, notað fjölskyldukort.

Leyfilegt er að fullorðinn einstaklingur fari með tvö börn 8 ára og yngri í Bláa Lónið.
Öll börn 8 ára og yngri verða að vera með armkúta ofan í lóninu.
Vinsamlegast athugið að 2 ára aldurstakmark er í lónið.

Kortið er sent heim að dyrum þér að kostnaðarlausu. Sendingartími er að jafnaði 3 virkir dagar.

Með kaupum á vetrarkorti Bláa Lónsins samþykkir kaupandi skilmála þess.

Kortið tekur gildi við útgáfudag og gildir í 12 mánuði.
Nafnbreyting er ekki leyfileg á einstaklingskortum eða fjölskyldukortum.
Kortið er ekki hægt að leggja í geymslu.
Ekki er hægt að endurgreiða útgefið kort.
Framvísa þarf persónuskilríkjum ásamt vetrarkorti við komu.
Bláa Lónið áskilur sér rétt til að loka vegna viðburða, framkvæmda og/eða ófyrirsjáanlegra aðstæðna.
Misnotkun getur leitt til afturköllunar vetrarkortsins af hálfu Bláa Lónsins.
Korthafar fara sjálfkrafa á tölvupóstlista hjá Bláa Lóninu, þar sem að þeim býðst ýmist sérkjör á vörum og þjónustu Bláa Lónsins.Skyldar vörur


Fáðu fréttir, tilboð og afslætti

Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu 15% afslátt af næstu pöntun