Góður fótaskrúbbur sem örvar blóðrásina og mýkir fætur. Berið á raka eða þurra húð og skrúbbið rösklega, ekki síst hrjúfustu svæðin. Skolið með volgu vatni. Notið 2-3 sinnum í viku.
Ofnæmisprófað Án parabena Án litarefna
Skref 1 - Hreinsun: Hellið 50-100 g af Blue Lagoon Bath Salt í heitt fótabað. Leyfið fótunum að hvíla í baðinu í 10-20 mínútur á meðan söltin smjúga inn í húðina. Þetta mýkir fætur og býr þá undir næsta skref.
Skref 2 - Örvun: Berið Foot Scrub á fæturna og skrúbbið rösklega. Einbeitið ykkur að hrjúfum svæðum. Skolið.
Skref 3 - Næring: Berið Foot and Leg Lotion á fætur. Ef húðin er mjög þurr er mælt með Foot Balm.