Blue Lagoon húðlínan sækir kraft sinn í einstakt samspil náttúru og vísinda. Vörurnar eru byggðar á náttúrulegum Blue Lagoon hráefnum og virkum efnasamsetningum sem Bláa Lónið hefur einkaleyfi á.
Við leggjum mikla áherslu á náttúruvæna og græna framleiðslutækni. Allar vörur okkar eru ofnæmisprófaðar og sannprófaðar af húðlæknum. Hvorki innihaldsefni né fullunnar vörur eru prófaðar á dýrum.
Bláa Lónið er löngu orðið þekkt fyrir lækningamátt sinn og það sem gerir Blue Lagoon vörurnar jafn áhrifaríkar og raun ber vitni eru einmitt hin einstöku virku efni jarðsjávarins í lóninu.
Styrkir, hreinsar og mýkir húðina. Hann hjálpar til við endurnýjun ysta lags húðarinnar, hefur áhrif á fitujafnvægið í húðinni og hefur sótthreinsandi eiginleika.
Eru nauðsynleg húðinni til að starfa eðlilega og viðhalda jafnvægi hennar og frísklegu útliti. Þau hafa áhrif á saltbúskap frumanna og gefa þreyttri húð heilbrigðan ljóma á ný.
Inniheldur fjölsykrur, fitusýrur, vítamín og steinefni. Hann hefur rakagefandi, mýkjandi og nærandi eiginleika fyrir húðina auk þess sem hann styrkir náttúrulegt varnarkerfi hennar. Hann er talinn það einstakur að Bláa Lónið hefur fengið einkaleyfi fyrir innihaldsefni húðvara sinna í þessari línu