SPURT & SVARAÐ

HVER ER MUNURINN Á ALGAE MASKANUM OG MUD MASKANUM?

Algae maskinn er hluti af “anti aging” línunni okkar. Sumir kalla hann andlitslyftingu í krukku. Algae maskinn hefur rakagefandi, mýkjandi og nærandi eiginleika fyrir húðina auk þess sem hann styrkir náttúrulegt varnarkerfi hennar. Mud maskinn styrkir, hreinsar og mýkir húðina. Hann hjálpar til við endurnýjun ysta lags húðarinnar, hefur áhrif á fitujafnvægið í húðinni og hefur sótthreinsandi eiginleika.

ERU VÖRUR BLUE LAGOON VEGAN?

Allar vörur okkar eru vegan að undanskildum:

Foot Balm og Rejuvenating Eye Cream: inniheldur POLYGLYCERYL-3 eða býflugnavax.

Moisturizing Cream og Intensive Cream: innheldur Acetylated Lanolin Alcohol, sem er “derived of” Lanolin. Lanolin unnið úr lambaull sem er einnig þekkt sem ullarvax eða ullarfita. Uppruni innihaldsefna kemur frá dýrum en það skal taka fram að ekkert dýr dó við framleiðsluna og Lanolin er einungis aukaafurð ullarframleiðslu.

ERU VÖRUR BLUE LAGOON GLÚTEINLAUSAR?

Allar okkar vörur eru glúteinlausar nema Rejuvenating Eye Cream og Foot and Leg Lotion.

INNIHALDA EINHVERJAR VÖRUR BLUE LAGOON PARABEN?

Nei, engar af okkar vörum innihalda paraben.

ERU VÖRURNAR PRÓFAÐAR Á DÝRUM?

Nei, vörur Blue Lagoon eru ekki prófaðar á dýrum.

ÉG ER MEÐ PSORIASIS, HVAÐ Á ÉG AÐ KAUPA?

Blue Lagoon er ein af leiðandi meðferðarmiðstöðvum fyrir psoriasis í heiminum. Ef þú hefur enga reynslu af vörum okkar mælum við með skoða vörur okkar í vöruflokknum “meðferðarvörur”. Vinsælasta varan okkar er Intensive Cream og þar á eftir kemur Softening Oil. Við bjóðum einnig upp á sérstaka meðferðarvörupakka. Undir hverjum pakka getur þú lesið ráðleggingar um hvernig best er að nota vörurnar saman.

HVAÐ EF ÉG VIL/L SKILA VÖRUM?

Ef þú ert af einhverjum ástæðum ekki ánægð/ur með vörurnar sem þú hefur keypt í netverslun Bláa Lónsins geturðu skilað þeim til Bláa Lónsins hf. innan 14 daga frá móttöku og fengið þær endurgreiddar innan 30 daga. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Til þess að skila vöru getur þú annað hvort:

Sent hana til baka (ath. við endurgreiðum ekki sendingarkostnað):

Bláa Lónið hf., 240 Grindavík, Ísland

Skilað henni í verslanir okkar:

Bláa Lónið, Laugavegi, Reykjavík

Bláa Lónið, Svartsengi, Grindavík

Okkur þætti vænt um að þú sendir okkur línu um ástæðu óánægjunnar á skincare@bluelagoon.is áður en þú endursendir vörurnar.

HVAÐ MEÐ SENDINGARKOSTNAÐ?

Allar pantanir eru afgreiddar frá vöruhúsi okkar í Grindavík og eru sendar með póstinum gjaldfrjálst um land allt. Vinsamlegast gerið ráð fyrir 1-2 virkum dögum í afgreiðslu pantana og 1-3 dögum í póstsendingu.

EF VARA HEFUR SKEMMST Í SENDINGU, HVAÐ SKAL GERA?

Hafi vara skemmst í sendingu biðjum við þig vinsamlegast að geyma umbúðirnar og vörurnar og hafa samband í síma 420 8824 eða með tölvupósti: skincare@bluelagoon.is

Hvað er hægt að nota gjafakortin í og virka þau vefverslun?

Gjafakort Bláa Lónsins gildir fyrir allri vöru og þjónustu, meðal annars:

  • Aðgangi í Bláa Lónið*
  • Spa meðferðum og nuddi í Bláa Lóninu*
  • Aðgangi að Betri stofu Bláa Lónsins með einkaklefum & arinstofu*
  • Líkamsrækt í Hreyfingu
  • Spa- og snyrtimeðferðum í Blue Lagoon spa í Hreyfingu**
  • Veitingum á LAVA restaurant
  • Gistingu í Bláa Lóninu - Silica Hotel*
  • Blue Lagoon húðvörum
  • Íslenskum hönnunarvörum í verslun á baðstað
  • Einkaþjálfun í Hreyfingu

*Vinsamlegast bókið fyrirfram með því að hafa samband við contact@bluelagoon.is eða hringja í síma 420-8800

**Vinsamlegast bókið fyrirfram með því að hafa samband við hreyfing@hreyfing.is eða hringja í síma 414-4000

Gjafakortin virka ekkií vefverslun.

Gjafakortið er sent heim að dyrum þér að kostnaðarlausu. Sendingartími er að jafnaði 3 virkir dagar.

Hver er munurinn á aðgangskortunum sem seld eru í vefverslun Blue Lagoon?

Vetrarkort Bláa Lónsins veitir aðgang að Bláa Lóninu frá 1. október til 1. maí.

Árskort Bláa Lónsins veitir aðgang að Bláa Lóninu á meðan gildistíma stendur.

Hægt er að fá vetrar- og árskort sem annað hvort einstaklingskort eða fjölskyldukort

Einstaklingskort: Kortið gildir einungis fyrir þann einstakling sem skráður er á kortið, og auk þess tvö börn korthafa, 2-15 ára, í fylgd með honum.

Fjölskyldukort: Kortið gildir einungis fyrir þá einstaklinga sem skráðir eru á kortið og því þarf að skrá tvo fullorðna einstaklinga. Að hámarki geta tveir einstaklingar og fjögur börn þeirra á aldrinum 2-15 ára, í fylgd með foreldrunum, notað fjölskyldukort.

Leyfilegt er að fullorðinn einstaklingur fari með tvö börn 8 ára og yngri í Bláa Lónið. Öll börn 8 ára og yngri verða að vera með armkúta ofan í lóninu. Vinsamlegast athugið að 2 ára aldurstakmark er í lónið.