BL+ the serum

Stærð
 • Öflug formúla sem vinnur gegn öldrun húðar og styður við heilbrigði hennar. Inniheldur hinn einstaka BL+ COMPLEX, sem bætir kollagenbirgðir húðar og styrkir náttúrulegt varnarlag hennar, ásamt jarðsjó Bláa Lónsins, C vítamíns og þriggja tegunda hýalúrónsýra.

  Virkni:
  The Serum formúlan inniheldur einstaka samsetningu virkra efna sem stuðla að auknum raka, örva kollagenframleiðslu í húð, draga úr niðurbroti kollagens, veita vörn gegn umhverfismengun og hafa andoxunaráhrif.

  Ávinningur:
  Húðin verður sterkari, þéttari og fær mikinn raka djúpt niður í húðlögin. Dregur úr fínum línum og hrukkum, húðin verður heilbrigðari og ljómandi.

  • Létt, silkimjúk áferð
  • Prófað af húðlæknum
  • Án ilmefna
  • Rekjanleg innihaldsefni valin af ábyrgð
  • Hentar öllum húðgerðum og grænkerum
 • Hreinsið húðina og þerrið. Berið 4-6 dropa af BL+ The Serum á andlit kvölds og morgna. Þrýstið gætilega inn í húðina. Nýtið allt umfram serum á hálsinn og nuddið með léttum strokum upp á við. Í kjölfarið skal bera rakakrem á húðina og nota sólarvörn yfir daginn.
 • JARÐSJÓR (MARIS AQUA), VATN (AQUA), GLYCERIN, PROPANEDIOL, PENTYLENE GLYCOL, ASCORBYL GLUCOSIDE, SODIUM HYALURONATE, SODIUM LEVULINATE, SODIUM ANISATE, SODIUM HYDROXIDE, LECITHIN, BIOSACCHARIDE GUM-1, ALGAE EXTRACT, SILICA, GLYCERYL CAPRYLATE, CITRIC ACID, TOCOPHEROL.

INNIHALDSEFNI

BL+ COMPLEX

Nýtt, byltingarkennt innihaldsefni sem er afrakstur 30 ára rannsóknarvinnu, nýtir einkaleyfi á hinum lífvirku örþörungum og kísil Bláa Lónsins og byggir á brautryðjandi tækni í sjálfbærri framleiðslu. Við hönnun á BL+ COMPLEX er notuð náttúruleg fosfólípíðferja til þess að koma einstakri blöndu af örþörungum og kísil djúpt niður í húðlögin til að hámarka virkni. BL+ COMPLEX vinnur gegn ótímabærri öldrun húðarinnar með því að vernda kollagenbirgðir, örva nýmyndun kollagens og styrkja náttúrulegt varnarlag húðarinnar. 

BL+ COMPLEX er einstakt innihaldsefni á heimsvísu og finnst einungis í The Serum.

JARÐSJÓR BLÁA LÓNSINS

Hann á uppruna sinn á 2.000 metra dýpi á jarðhitasvæðinu Svartsengi á Reykjanesi. Jarðsjórinn er dýrmæt uppspretta hinna ýmsu steinefna sem endurnæra húðina og gera hana móttækilegri fyrir upptöku annarra virkra innihaldsefna. Jarðsjór Bláa Lónsins gegnir því lykilhlutverki í að tryggja heildarárangur formúlunnar.

 

C-VÍTAMÍN

Eitt þekktasta andoxunarefnið á markaðnum sem bæði veitir öfluga vörn gegn umhverfismengun, hlutleysir sindurefni í húð ásamt því að jafna húðtón. Í formúlunni er askorbýl glúkósíð, eitt af stöðugri formum C-vítamíns, sem umbreytist í L-askorbínsýru þegar það hefur frásogast í húð.

 

HÝALÚRÓNSÝRU-ÞRENNA

Kröftug þrenna sameinda sem draga til sína raka og auka þannig rakastig húðarinnar. Þrjár mismunandi sameindastærðir; natríumhýalúrónat, vatnsrofin hýalúrónsýra og sundruð vatnsrofin hýalúrónsýra, tryggja raka niður í dýpstu húðlögin. 


Niðurstöður
*Klínísk próf framkvæmd af húðlækni.** Niðurstöður neytendakönnunar eftir fjögurra vikna notkun.

SJÁLFBÆRNI

Brautryðjandi tækni í sjálfbærri framleiðslu

Örþörungar BL+ COMPLEX eru ræktaðar í Rannsóknar- og þróunarsetri Bláa Lónsins þar sem náttúrulegt jarðgas (CO2), sem fellur til við orkuvinnslu á svæðinu, er nýtt til að fóðra ljóstillífandi örþörungana. Þessi brautryðjandi lausn nýtir örþörunginn til að binda koltvísýring, sem annars færi út í andrúmsloftið, og draga úr kolefnisfótspori fyrirtækisins. 

Hrein, rekjanleg innihaldsefni

Öll okkar innihaldsefni henta grænkerum og eru án GMO, eiturefna, litarefna, ilmefna, ilmkjarnaolía, parabena, fenoxýetanóls, þurrkandi alkahóla, sílikons, og petróefna. Við notum einungis rekjanleg innihaldsefni og veljum þau af heilindum. Sérhvert lykilefni í vörunum okkar hefur klínískan tilgang í formúlunni og við prófum aldrei á dýrum. 

Bláa Lónið er einstakt vistkerfi og auðlind sem býr yfir miklum möguleikum til frekari rannsókna og lækninga. Því helgum við 10% af söluágóðanum til rannsókna á lífvirkni og vistkerfi Bláa Lónsins.

COSMOS NATURAL vottun

Örþörungar Bláa Lónsins, kísill Bláa Lónsins og jarðsjór Bláa Lónsins eru samþykkt sem COSMOS APPROVED innihaldsefni. BL+ The Serum formúlan er 100% náttúruleg, inniheldur einungis COSMOS APPROVED innihaldsefni og er varan COSMOS NATURAL vottuð af Ecocert Greenlife. Vottunin staðfestir að innihaldsefni húðvaranna séu af endurnýjanlegum og ábyrgum uppruna og séu einnig rekjanleg, vegan og laus við erfðabreyttar lífverur og gerviefni.

Endurvinnanlegar pakkningar

BL+ vörurnar eru 92% plastlausar og er stefna okkar að draga úr plastnotkun eins og kostur er. Við notumst eingöngu við COSMOS vottaðar pakkningar. Flöskurnar okkar eru endingargóðar, endurvinnanlegar og gerðar úr ljósvörðu gleri sem lengir geymsluþol formúlanna. Við notum eingöngu endurvinnanlegar ytri pakkningar með FSC vottuðum pappír. 

Notkun

Algengar Spurningar

Hentar þetta minni húðgerð?

BL+ The Serum hentar öllum húðgerðum. Ef þú hefur mjög viðkvæma húð, þá mælum við með að prófa vöruna fyrst á litlu húðsvæði, því varan hefur mikla virkni. Hættu notkun og hafðu samband við húðlækni ef erting kemur fram. 

Hvar passar BL+ The Serum inn í húðrútínuna mína?

Notið kvölds og morgna á hreina húð. Í kjölfarið skal bera rakakrem á húðina og nota sólarvörn yfir daginn.

Hvernig er áferðin?

BL+ The Serum er létt, þunnfljótandi, silkimjúk og lyktarlaus formúla. Klístrast ekki og gengur hratt inn í húðina.

Hve lengi endist 15 ml eða 30 ml glasið?

15 ml glasið endist 1–2 mánuði ef það er notað tvisvar á dag.
30 ml glasið endist í 2–3 mánuði ef það er notað tvisvar á dag.

Hvert er geymsluþol vörunnar?

Eftir að varan hefur verið opnuð er geymsluþolið sex mánuðir. Til að tryggja gæði vörunnar skal forðast að flaskan verði fyrir miklum hitabreytingum – hita og kulda.