júní 13, 2017 1 mínútur að lesa

Síðan 1994 hefur Bláa Lónið boðið upp á meðferð við psoriasis sem byggir á einstökum lækningamætti jarðsjávar Bláa Lónsins.

2005 opnaði Bláa Lónið Lækningalind, þar sem aðstaða fyrir meðferðina er á heimsmælikvarða og frábært fagfólk. Í Lækningalindina hafa komið meðferðargestir frá öllum heimshornum.

Rannskóknir sýna að böðun í jarðsjó Bláa Lónins hefur virkni gagnvart psoriasis. Psoriasismeðferð Bláa Lónsins er viðurkenndur meðferðarvalkostur hjá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum.

Psoriasismeðferð Bláa Lónsins er einstök náttúrleg meðferð sem byggir fyrst og fremst á böðun í jarðsjó sem þekktur er fyrir lækningamátt og virk efni: steinefni, kísil og þörunga. Fallegt náttúrlegt umhverfi, ferskt loft, hreint vatn og Blue Lagoon húðvörur eru einnig mikilvægir þættir meðferðarinnar.

Smelltu hértil að skoða húðvörulínu Bláa Lónsins sem notuð er í Lækningalind.


Skilja eftir skilaboð

Athugasemdir verða samþykkt áður en þau verða sýnileg