Sendum frítt um land allt

Dekurjól í ár

Eftir Arna Gunnur Ingólfsdóttir 17 Nóvember, 2016

Dekurjól í ár

Þegar dimma fer er fátt betra en að kveikja á kerti og dekra við sig. Uppáhaldið á mínu heimili þessa dagana er nýja ilmkertið frá Bláa Lóninu. Ilmurinn er mjúkur en kryddaður og dulúður. Ég dekra síðan extra við húðina þegar það kólnar því þar sem ég er með viðkvæma húð þá er fátt betra en gott maskakvöld við kertaljós.
Nú er farið að líða að jólum og flest allir farnir að spá í jólagjafirnar (fyrir utan þessa nokkru sem eru bara búnir með allt). Mig langar að segja ykkur aðeins frá jólasamsetningunum frá Bláa Lóninu en eins og fyrri ár hafa nokkrar af okkar vinsælustu vörum verið settar í jólabúning. Jólasampakkningarnar hjá Bláa Lóninu fyrir þessi jól samanstanda af tveimur andlitssettum og tveimur líkamssettum. Hér á eftir má sjá hvað settin fela í sér.

 

Silica Body Scrub og Body Lotion
Þessi tvenna er æði - húðin verður silkimjúk og lyktin er himnesk. Fínar kísilagnir skrúbba húðina og nærandi þörungakrem styrkir og mýkir hana.

 


Shower Gel og Mineral Moisturizing Cream
Þetta er að mínu mati frábær tvenna sem hentar öllum. Showergelið má nota á húð og hár og til viðbótar smá leyndarmál frá mér: það þykir mjög gott að nota það við rakstur. Shower gelið inniheldur enga sápu svo að húðin þornar ekki þrátt fyrir daglega notkun.
Mineral Moisturizing Cream er milt alhliða krem sem má nota á líkama og andlit. Það hentar viðkvæmri húð, ekki síst viðkvæmri húð barna. Kremið er líka vinsælt eftir rakstur þar sem það er ilmefnalaust og inniheldur engin ertandi efni.

 

 Maskaþrenna Bláa Lónsins

Flestir þekkja hina margrómuðu maska frá Bláa Lóninu. Þeir standa fyrir þau þrjú virku efni sem að finnast í jarðsjó Bláa Lónsins en græðandi áhrif þeirra á húðina eru einstök.
Lava Scrub maskinn samanstendur af steinefnum og hrauni úr Svartse
nginu. Steinefnin endurnýja orkubúskap húðarinnar og hraunið skrúbbar burtu dauðar húðfrumur. Silica Mud maskinn er hvítur kísilmaski sem djúphreinsar húðina og jafnar húðlitinn. Kísillinn hefur verndandi áhrif og hjálpar húðinni að verjast skaðlegum umhverfisþáttum eins og sólarljósi og mengun. Algae maskinn er þörungamaski sem hefur verið þróaður úr tvenns konar þörungum sem verða til við einstök skilyrði í lóninu. Þörungarnir endurnýja húðina og örva kollagenframleiðslu sem gerir húðina stinnari og dregur úr áhrifum öldrunar.

 

 

  

Algae mask og Silica mask duo
Þetta eru langvinsælustu vörur Bláa Lónsins frá upphafi og mínar uppáhalds. Kísilmaskinn og þörungamaskinn eru hér saman í setti. Mér finnst frábært að nota þessar tvær vörur þegar ég vil dekra sérstaklega við húðina. Byrjið á að djúphreinsa húðina með kísilmaskanum og nærið hana síðan á eftir með þörungamaskanum. Smá tips frá manneskju með viðkvæma húð – notið þörungamaskann frekar styttra í einu og oftar ef þið eruð eins og ég. Þið munið finna mikinn mun (ég lofa) og þola kuldann miklu betur!

 

Njóttu þess að versla jólagjafirnar á netinu fyrir þessu jól. Til þess að vera viss um að þetta séu með sanni dekurjól þá fylgir öllum keyptum jólapakkningum á netinu lítil gjöf fyrir þig með í kaupbæti. Að sjálfsögðu er frí heimsending um allt land.

Þar til næst - dekur kveðjur,

Arna Gunnur
Arna Gunnur Ingólfsdóttir
Arna Gunnur Ingólfsdóttir

Höfundur


Skilja eftir skilaboð

Vinsamlegast athugið, skilaboð verða að vera samþykkt áður en þau eru birt


Einnig sem Pistlar

Náttúra og vísindi
Náttúra og vísindi

Eftir Arna Gunnur Ingólfsdóttir 27 Maí, 2016

Lesa áfram →

Einstök náttúruleg virkni
Einstök náttúruleg virkni

Eftir Arna Gunnur Ingólfsdóttir 11 Febrúar, 2016

Lesa áfram →