febrúar 11, 2016 1 mínútur að lesa

Samsetning jarðsjávar Bláa Lónsins er einstök, en meirihluti sameindanna sem þar finnast eru hvergi annars staðar í vistkerfi heimsins. Á leið sinni upp að yfirborðinu tekur jarðsjórinn með sér ýmis lífræn efni. Margvísleg virkni þessara efna hefur verið staðfest af vísindamönnum, sem hafa rannsakað þau í þaula. Þrjú efni hafa mest áhrif í virkni húðvaranna. Þetta eru kísill, þörungar og steinefni.

Blue Lagoon þörungar vinna gegn öldrun húðarinnar og örva náttúrulega kollagenmyndun. Tvær tegundir þörunga finnast í jarðsjónum. Í þekkingarsetri Bláa Lónsins er nýting þörunganna hámörkuð við vinnslu húðvaranna. Þörungarnir eru svo einstakir að Bláa Lónið hefur hlotið alþjóðlegt einkaleyfi fyrir formúlum þörungavaranna.

Kísill hjálpar til við endurnýjun ysta húðlagsins, mýkir, styrkir og lagfærir fitujafnvægi húðarinnar. Hann finnst í miklu magni í jarðsjó Bláa Lónsins og hefur fyrir margt löngu sannað gildi sitt í snyrti- og húðsjúkdómafræðum.

Steinefnin hafa jákvæð áhrif á saltbúskap frumanna og eru húðinni nauðsynleg til að viðhalda jafnvægi og eðlilegri starfsemi. Jarðsjór Bláa Lónsins er ríkur af söltum og steinefnum sem eru unnin úr vökvanum með aðstoð jarðvarma.

Við erum stolt af því að bjóða þér húðlínu sem telur um 30 vörutegundir. Framleiðslan hefur verið viðurkennd með einkaleyfum og byggir á samspili náttúru og vísinda. Vöruþróun fer fram á staðnum með umhverfisvænum aðferðum.


Skilja eftir skilaboð

Athugasemdir verða samþykkt áður en þau verða sýnileg

x